Skip to Content

Bækur

Bókafnykur

"Mikinn bókafnyk leggur frá Guðna Jóhannessyni í Skógarsal", sagði á kvöldvöku í Vatnaskógi þegar ég var þar ungur drengur eitt sumarið. Ég man vel þetta með bókafnykinn enda las ég eins mikið af bókum og ég komst yfir og vonaðist yfirleitt eftir rigningu og inniveru. Ég held ég hafi verið í svefnstofu sem kallaðist Skógarsalur. Þó má vera að það sé misminni.

Hér má finna upplýsingar um þær bækur sem ég hef skrifað. Flestar eiga það sammerkt að vera ætlaðar fróðleiksfúsum  almenningi auk fræðasamfélagsins svonefnda. Kafla úr þeim er unnt að lesa, einnig ritdóma og önnur ummæli og síðast en ekki síst þær leiðréttingar sem halda þarf til haga.

Bók verður til. Hluti skjalasafns Gunnars Thoroddsens. Skrifin hóf ég árið 2004, sex árum síðar var bókin gefin út.



Drupal vefsíða: Emstrur