Skip to Content

"Hefurðu heimild? Skráð og óskráð lög um ævisagnaritun" (2011)

„Hefurðu heimild? Skráð og óskráð lög um ævisagnaritun“. Tímarit Máls og menningar 1/2011, bls. 40–50.

Í þessari grein er stiklað á stóru um hefðir og æskileg vinnubrögð við ævisagnaritun, að mínu mati. Lokaorðin eru þessi:

Orðið heimild er skemmtilega margrætt í íslenskri tungu. Það getur þýtt leyfi að lögum til að gera eitthvað. Þannig hafa landsmenn heimild til að skrifa það sem þeir vita sannast og réttast en um leið hefur fólk heimild til að verja mannorð sitt og æru og fá ummælum hnekkt með dómi. Jafnframt er hægt að veita heimild: Einstaklingar eða aðstandendur þeirra geta gefið sagnaritara heimild til að skrá ævisögu og að sama skapi getur fólk skrifað ævisögu í heimildarleysi, „í óþökk“. En þá verður helsti vandinn gjarnan sá að heimildir vantar í öðrum skilningi því orðið heimild er einnig notað yfir upplýsingar um eitthvað; í gömlu skjali eða nýju viðtali getur falist heimild. Viðurkennt er að sagnfræðingar skulu að öllu jöfnu byggja verk sín á heimildum af þessu tagi. Það er þeim kennt og það segja siðareglur þeirra. En þeir skulu líka stefna að því að hafa það sem sannara reynist. Og þá mega heimildirnar ekki ráða öllu, í hvaða skilningi sem er. Stundum þurfum við að ímynda okkur hvað hefði getað gerst og hvernig fólki leið, án þess að fyrir því sé bein heimild.



Drupal vefsíða: Emstrur