Skip to Content

Kennsla við Háskólann í Reykjavík

L-750-SIFL. The Law of the Sea and Iceland's Fishing Limits Disputes (2011)

Þetta námskeið á meistarastigi við lagadeild kenni ég með Ruth MacKenzie, prófessor í lögum við University of Westminster á Englandi. Námskeiðslýsing er hér. Kynningu námskeiðsins á glærum má sjá hér.

X-657-ISPO. Íslensk stjórnmál (2009)

Til stóð að ég kenndi þetta valnámskeið á meistarastigi einn míns liðs. Mér tókst hins vegar að fá mig lausan að hálfa til að skrifa Hrunið og fékk með mér Magnús Svein Helgason sagnfræðing. Námskeiðinu var ætlað að veita nemum í lögfræði og viðskiptafræði undirstöðuþekkingu á íslenskum stjórnmálum og samtímasögu, sbr. námskeiðslýsingu.

L-838-UTRI Iceland's Foreign Policy (2008-2010)

Þetta valnámskeið á meistarastigi kenndi ég þrisvar, að mestu á ensku við misjafnar undirtektir íslenskra nemenda en vegna erlendra skiptinema. Lesefni hlaut að vera takmarkað þegar miða þurfti við rit á ensku og yfirferðin tók einnig mið af því. Stutta námskeiðslýsingu fyrsta ársins má finna hér. Seinni árin var hún svipuð, fyrir utan viðbót um bankahrunið!

L-730-RETT Réttarsaga (2008)

Þetta valnámskeið á meistarastigi kenndi ég með Ragnhildi Helgadóttur. Til stóð að sú samvinna héldi áfram næstu ár en ég var alltaf í feðraorlofi... Námskeiðslýsing er hér og glærur frá fyrirlestri mínum um eðli réttarsögu eru hér.Drupal vefsíða: Emstrur