Skip to Content

Leiðréttingar

Upplýsingar skipa eða frá skipum...

Í fyrstu prentun varð það óhapp að setningu var breytt við prófarkalestur þannig að merking breyttist. Í handriti var hún svona: "Bandaríkjamenn gengu út frá því að yfirstjórn þessa almannavarnaliðs myndi safna upplýsingum um grunsamlegar skipaferðir frá fiskibátum, varðskipum og kaupförum." Í útgáfu varð setningin aftur á móti svona, og um leið ekki rétt: "Bandaríkjamenn gengu út frá því að yfirstjórn þessa almannavarnaliðs myndi safna upplýsingum um grunsamlegar skipaferðir fiskibáta, varðskipa og kaupfara." Þetta var leiðrétt í annarri prentun bókarinnr.

Í annarri prentun voru ýmsar innsláttarvillur einnig leiðréttar og er ekki haft frekar orð á því hér.

Sovét-Ísland...

Í bók Þórs Whitehead, Sovét-Ísland. Aðdragandi byltingar sem aldrei varð, má finna athugasemdir við efnistök mín í Óvinum ríkisins, auk nokkurra leiðréttinga á staðreyndavillum. Þessar upplýsingar eru í neðanmálsgreinum á bls. 19, 43, 48, 101, 152, 207, 210, 226, 301, 338, 349, 362, 400, 415 og 420. Í erindi á málþingi á vegum Sagnfræðingafélags Íslands og ReykjavíkurAkademíunnar 23. nóv. 2011 brást ég við sumum þessara athugasemda.Drupal vefsíða: Emstrur