Troubled Waters
Troubled Waters
Troubled Waters. Cod War, Fishing Disputes, and Britain‘s Fight for the Freedom of the High Seas, 1948‒1964. Studia Atlantica 11 ([Reykjavík og Hull], North Atlantic Fisheries History Association, 2007).
ISBN 978-9979-70-315-0
Þetta rit er aukin og endurbætt útgáfa doktorsritgerðar minnar með sama nafni. Hana varði ég við Queen Mary, University of London, síðla árs 2003. Næstu ár giska ég á að innan við tíu manns hafi lesið ritgerðina. Eftir að ég gaf hana út um fjórum árum síðar hefur þeim fjölgað til muna, kannski um 100%.
Að vissu leyti þykir mér synd hve litla athygli þetta rit hefur vakið. Í því er fjallað um einn markverðasta þátt Íslandssögunnar fyrstu áratugina eftir seinni heimsstyrjöld. En um leið sér maður mikilvægi þess að hafa öflugan forleggjara með sér í liði, sé meiningin að það sem er skrifað skuli ná til „venjulegs fólks“, og jafnvel líka þegar fræðasamfélagið svokallaða á í hlut.