Um mig / English
Since 1 August, 2016, I am President of Iceland. In 2013-2016, I was, assistant professor, associate professor, and finally full professor at the faculty of history and philosophy at the University of Iceland. Born in Reykjavík in 1968, I completed most of my university studies in the UK (Warwick University, Oxford and University of London). In 2003, I moved back to Iceland, was at first a post-doctoral fellow at the University of Iceland and then, from 2007 to 2010, assistant professor at Reykjavík University. From then until the end of 2012, I was a fellow of the Reykjavík Academy. In my research and publications, I have focused on Iceland's foreign relations and contemporary history, up to and including the collapse of the Icelandic banks in 2008 (on the last point, see e.g. an interview here). For further information, see the CV or contact me at gj[at]akademia.is.
Frá 1. ágúst 2016 hef ég gegnt embætti forseta Íslands. Árin 2013-2016 var ég lektor, dósent og síðast prófessor við sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Ég fæddist í Reykjavík árið 1968 og er doktor í sagnfræði frá Queen Mary, University of London og stunda ritstörf og rannsóknir á eigin vegum. Ég hef skrifað fjölda greina og bóka um sögu og sagnfræði, m.a. um landhelgismál og þorskastríð. Bók mín, Völundarhús valdsins, sem fjallar um stöðu forseta Íslands, stjórnarmyndanir og stjórnarslit í embættistíð Kristjáns Eldjárn, vakti verulega athygli þegar hún kom út 2005. Ári síðar kom út bókin Óvinir ríkisins sem hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu, enda fjallar hún um viðkvæm og umdeild málefni sem mikið hafa verið í kastljósi fjölmiðlanna og umrædd meðal almennings, þ.e. viðleitni stjórnvalda til að vernda „innra öryggi” ríkisins, m.a. með símhlerunum og öðru eftirliti með fólki sem talið var geta ógnað þessu öryggi, einkum á árum „kalda stríðsins”. Fyrir bókina var ég tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Árið 2009 kom út bókin Hrunið – Ísland á barmi gjaldþrots og upplausnar. Hún var fyrsta heildarúttektin á efnahagshruninu 2008 og helstu eftirmálum þess. Sjónvarpsþáttaröð byggð á bókinni var sýnd í Sjónvarpinu haustið 2009. Árið 2010 birtist nýjasta bók mín, Gunnar Thoroddsen. Ævisaga. Þótti hún slá nýjan tón í íslenskri ævisagnaritun og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.
Ljósmyndari: Jóhann Páll Valdimarsson, forleggjari með meiru.