Skip to Content

Ummæli

"Ætti að vera í höndum allra áhugamanna um sjávarútvegsmál"

Í hausthefti Sögu árið 2007 birtist stutt ritfregn Guðmundar J. Guðmundssonar sagnfræðings um þessa bók og Sympathy and Self-Interest, bók mína um afstöðu Norðmanna í þorskastríðum og landhelgisdeilum Íslendinga. Dómur Guðmundar er jákvæður á heildina litið en finnur hann þó sitthvað að bókinni, eins og eðlilegt má teljast. Dóminn má lesa hér.

"Draga má í efa að allir séu sammála niðurstöðum Guðna"

Helgi Ágústsson sendiherra (og KR-ingur og körfuboltamaður mikill) ritdæmdi Þorskastríðin þrjú fyrir Stjórnmál og stjórnsýslu. Á áttunda áratugnum var Helgi í eldlínunni í Lundúnum, vann þar í sendiráðinu og stofnaði m.a. til mikilvægra tengsla við breska blaðamenn sem komu að gagni í baráttunni við aðð halda málstað Íslands á loft í fjölmiðlum ytra. Gott ef Helgi settist ekki gjarnan að tafli með sumum þeirra og stofnaði til vinskapar sem entist þrátt fyrir "styrjaldarástandið". En stundum var heitt í kolunum og kann Helgi sögur af grjótkasti á sendiráðið, svívirðingum í símtölum og öðru af því tagi.

Í dómi Helga má finna í hnotskurn - kurteislegri hnotskurn því hann er diplómat og þar að auki er okkur vel til vina - þann mun sem hlýtur í raun að vera á afstöðu seinni tíma sagnfræðings og embættismanns sem var í eldlínunni og man söguna í því ljósi. Helgi dregur í efa ályktanir mínar og niðurstöður um það að samstaða þjóðarinnar hafi ekki verið eins mikil í þorskastríðunum og ráðamenn halda gjarnan fram, og honum finnst ég gera og mikið úr því að vel hefði mátt semja á ýmsum stigum en hræðsla við að sýnast "veikur" hafi ráðið miklu um að stjórnmálamenn sumir þorðu það ekki.

Fyrri söguskoðun þorskastríðanna umbylt

Síðla árs 2011 birtist á "bókablogginu" á netinu ritdómur um Þorskastríðin þrjú. Hann má finna í heild sinni hér en þetta eru lokaorðin: "Þetta er fín bók hjá Guðna en helst vildi maður sjá enn ítarlegri rannsókn frá honum, enn dýpri stúdíu. Eftir lestur þessarar bókar sannfærist maður þó enn betur en áður um þá frekar nöpru staðreynd að Íslendingar vilja frekar gera hlutina einir og sýna öllum að þeir séu mestir og bestir í stað þess að ganga þeirri meðalmennsku á hönd að semja við aðra og vinna með öðrum."Drupal vefsíða: Emstrur