Skip to Content

Þjóðarsáttin 25 ára

Þriðjudaginn 24. febrúar var þess minnst að liðinn er aldarfjórðungur síðan þjóðarsáttarsamningarnir þekktu voru undirritaðir. Félag viðskipta- og hagfræðinga boðaði til hádegisfundar og þar var mér boðið að flytja stutt erindi um þátt Einars Odds Kristjánssonar í þjóðarsáttinni. Erindið má lesa hér.

Undanfarin ár hef ég safnað í sarpinn fyrir ævisögu Einars Odds sem mun birtast í fyllingu tímans. Þeir sem muna kappann og kunna af honum góðar sögur (og vondar) mega endilega hafa samband við mig!

Viðskiptablaðið tók fundinn upp og má horfa á hann allan hér. Ágæta frétt RÚV um fundinn má líka lesa hér.

Share this


Drupal vefsíða: Emstrur