Skip to Content

Ár til forsetakjörs

Laugardaginn 25. júní 2016 verður forsetakjör á Íslandi - nema enginn annar en forsetinn bjóði sig fram eða hann hafi horfið á braut fyrr. Um þetta var fjallað í sjónvarpsfréttum RÚV eins og sjá má hér. Ætli alþingismenn virkilega að reyna að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskránni í sömu mund verða þeir svo sannarlega að láta hendur standa fram úr ermum. Ef marka má heimasíðu stjórnarskrárnefndar sat hún síðast á fundi fyrir tveimur mánuðum. Miðað við fundargerðir og það sem maður heyrir er ekki endilega víst að nefndinni muni auðnast að vinna hratt og vel. Áhersla á samstöðu er það mikil. Hingað til hefur sú áhersla dregið lífið úr stjórnarskrárnefndum, hægt en örugglega.

Share this


Drupal vefsíða: Emstrur