Skip to Content

Forsetar Íslands. Saga embættisins frá upphafi til okkar daga

Hér eru fyrstu drög að fyrsta kafla í litlu riti mínu sem kemur út fyrri hluta næsta árs. Þar verður fjallað um forseta Íslands og sögu embættisins frá upphafi til okkar daga. Í þessum upphafskafla er sviðið sett, 1. desember 1918. Fullveldi er fengið en hvað með þjóðhöfðingjann? Hann verður áfram danskur arfakóngur og hvað er svo sem að því? Íslendingar sáu ekkert endilega fyrir sér að á því yrði breyting þótt sambandslögin sem gengu í gildi þennan dag gætu heyrt sögunni til eftir 1943.

Myndin er tekin í heimsókn Friðriks IX til Íslands árið 1956. Honum til hliðar eru Ásgeir Ásgeirsson forseti og tengdasonur hans, Gunnar Thorodssen, síðar forsetaefni.

Share this


Drupal vefsíða: Emstrur