Skip to Content

Svarta skýrslan og síðasta þorskastríðið

Um þessar mundir er hálf öld síðan íslensk stjórnvöld færðu fiskveiðilögsögu landsins í 200 sjómílur. Hófst þá síðasta þorskastríðið, það snarpasta, og mikil mildi að menn létu ekki lífið í þeim hamagangi. Fiskverndarsjónarmið voru íslenskum ráðamönnum ofarlega í huga og því var það himnasending þegar fiskifræðingar lögðu til mikinn niðurskurð heildarafla í þorski. Þá yrðu útlendingar að víkja. 

Þessa sögu sagði ég á Umhverfisdegi atvinnulífsins fyrir skemmstu (30. sept.) og má horfa á það hér. Þar var gaman að vera. Allt mjög fagmannlega unnið og fróðleg erindi sem aðrir fluttu. Forseti Íslands afhenti líka umhverfisverðlaun atvinnulífsins og var hann röggsamur að vanda. Ekki síður var hann bjartsýnn og kvartaði undan þeirri tilhneigingu fræðasamfélags og fjölmiðla að einblína á það sem miður færi. Gagnrýni væri af hinu góða en svartsýni síður, það var andinn í máli þjóðhöfðingjans. "Ég er mjög bjartsýnn að eðlisfari," náði ég að segja við Ólaf í stuttu spjalli að ræðuhöldunum loknum :)

Nánari lýsingu á erindi forseta má lesa hér. Upptökur af erindi hans og annarra má sjá hér.

 

Share this


Drupal vefsíða: Emstrur