Skip to Content

Stjórnmálasaga

"Leikstjóri, leikari eða áhorfandi? Forsetinn og stjórnarmyndanir" (2006)

„Leikstjóri, leikari eða áhorfandi? Forsetinn og stjórnarmyndanir“, Stjórnmál og stjórnsýsla – veftímarit, 1. tbl. 2. árg. (maí 2006).

Í greininni er rakin afstaða forsetanna fimm við stjórnarmyndanir, eitt mikilvægasta og í raun eina pólitíska hlutverk þeirra lengi vel. Að ýmsu leyti kallast hún á við Völundarhús valdsins.

"Stjórnarmyndanir á Íslandi, 1971-2007" (2007)

„Stjórnarmyndanir á Íslandi, 1971-2007. Frá Framsóknaráratugum til drottinsvalds Sjálfstæðisflokksins (með drauminn um samfylkingu jafnaðarmanna í bakgrunni“. Stjórnmál og stjórnsýsla – veftímarit. 1. tbl. 3. árg. (júlí 2007).

Greinin fjallar um það sem segir í heiti hennar. Hún er ekki mjög greinandi eða analýtísk, og þó. En ég man að góðir ritrýnar fundur meðal annars að þessu, enda væntanlega stjórnmálafræðingar frekar en sagnfræðingar. Í greininni er ekki sagt nákvæmlega rétt frá afstöðu Jóns Sigurðssonar og Framsóknarflokksins í kosningunum 2007. Afstöðu Jóns til þeirra daga má finna í grein hans í sama tímariti árið 2010.

""Þeir fólar sem frelsi vort svíkja". Lög, ásakanir og dómar um landráð á Íslandi" (2009)

„„Þeir fólar sem frelsi vort svíkja“. Lög, ásakanir og dómar um landráð á Íslandi“. Saga 47. árg. nr. 2, 2009, bls. 55-88.

Í greininni er farið stuttlega yfir sögu "landráða" á Íslandi. Ástæða skrifanna var sú að Sigrún Pálsdóttir, ritstjóri Sögu, bað mig um að skrifa stuttlega um efnið og það óx svo upp í "lærða" fræðigrein sem var alveg í lagi, ekki síst fyrir tilstilli góðra ritrýna sem bentu á margt sem betur mátti fara, ekki síst í köflum um fyrri aldir þar sem ég var ekki sterkur á svellinu.

Þegar fram líða stundir verða hinar ósanngjörnu ásakanir um landráð í sambandi við bankahrunið eða Evrópusambandsaðild fróðlegt rannsóknarefni. Í janúar 2010 flutti ég erindi í Háskólanum í Reykjavík um efni greinarinnar og má sjá umsagnir um það hér og hér.

"Bylting á Bessastöðum. Embætti forseta Íslands í valdatíð Ólafs Ragnars Grímssonar" (2010)

„Bylting á Bessastöðum. Embætti forseta Íslands í valdatíð Ólafs Ragnars Grímssonar“. Skírnir 184. ár (vor 2010), bls. 61-99.

Í þessari grein eru raktar þær breytingar sem höfðu orðið á embætti forseta Íslands í valdatíð Ólafs Ragnars Grímssonar (og orðið valdatíð var notað af ráðnum hug). Sumar urðu út af breyttum tíðaranda, aðrar einöngu fyrir tilstilli hans. Að mörgu leyti er ég ekki aðdáandi Ólafs Ragnars á forsetastóli. Engu þarf ég þó að kvarta undan í persónulegum samskiptum við hann og maðurinn er auðvitað hamhleypa til vinnu, fullur eldmóðs og dugnaðar, kapps og metnaðar. Það hlýtur að teljast kostur hans - og galli.

Stuttar fréttir Pressunnar sem byggjast á greininni má finna hér og hér.

"Tjaldað til einnar nætur. Uppruni bráðabirgðastjórnarskrárinnar" (2011)

„Tjaldað til einnar nætur. Uppruni bráðabirgðastjórnarskrárinnar“. Stjórnmál og stjórnsýsla 7 árg. nr. 1, 2011, bls. 61‒72. Grein þessa má nálgast hér. Hún er að stofni til erindi sem ég flutti á aðalfundi Stjórnarskrárfélagsins í apríl 2011. Stutta samantekt Þorvaldar Gylfasonar á efni hennar má finna hér.

"Völundarhús fortíðarinnar", Morgunblaðið 6 des. 2005.

Í þessari grein leitaðist ég við að svara álitamálum sem nefnd höfðu verið í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins eftir útkomu Völundarhúss valdsins, eins og rakið er í ummælum um þá bók [LINKUR]. Reyndar höfðu synir Gunnars Thoroddsens, þeir Ásgeir og Sigurður, þá þegar lagt í orð í belg. Að vissu leyti var Völundarhúsið eins konar forleikur að ævisögu Gunnars - og öllum þeim hasar sem henni fylgdi.

Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur