Skip to Content

menu 4

Rannsóknaverkefni

Around 1968: Activism, Networks, Trajectories

Í sambandi við þetta verkefni voru tekin viðtöl við íslenska "aktívista" þar sem sjónum var einkum beint að alþjóðlegum straumum og stefnum, samskiptum við erlenda hópa og einstaklinga. Auðvitað var einnig rætt um "1968" og þá gerjun, umbyltingu eða upplausn jafnvel sem gætti í samfélaginu um þær mundir.

The Law of the Sea and Iceland's Fishing Limits Disputes (2011)

 L-750-SIFL. The Law of the Sea and Iceland's Fishing Limits Disputes (2011)

Þetta námskeið á meistarastigi við lagadeild kenni ég með Ruth MacKenzie, prófessor í lögum við University of Westminster á Englandi. Námskeiðslýsing er hér. Kynningu námskeiðsins á glærum má sjá hér.

Íslensk stjórnmál (2009)

X-657-ISPO. Íslensk stjórnmál

Til stóð að ég kenndi þetta valnámskeið á meistarastigi einn míns liðs. Mér tókst hins vegar að fá mig lausan að hálfa til að skrifa Hrunið og fékk með mér Magnús Svein Helgason sagnfræðing.

Iceland's Foreign Policy (2008-2010)

L-838-UTRI Iceland's Foreign Policy

Þetta valnámskeið á meistarastigi kenndi ég þrisvar, að mestu á ensku við misjafnar undirtektir íslenskra nemenda en vegna erlendra skiptinema. Lesefni hlaut að vera takmarkað þegar miða þurfti við rit á ensku og yfirferðin tók einnig mið af því. Stutta námskeiðslýsingu fyrsta ársins má finna hér.

Réttarsaga (2008)

L-730-RETT Réttarsaga

Þetta valnámskeið á meistarastigi kenndi ég með Ragnhildi Helgadóttur. Til stóð að sú samvinna héldi áfram næstu ár en ég var alltaf í feðraorlofi. Námskeiðslýsing er hér og glærur frá fyrirlestri mínum um eðli réttarsögu eru hér.

Mannkynssaga IV (1996 og 1997)

Mannkynssaga IV

Þetta kjarnanámskeið kenndi ég haustið 1996 og aftur að ári í stað Þórs Whiteheads sem var í rannsóknarleyfi. Sýndi Þór mér mikinn trúnað með þessu því þarna var ég nýkominn með meistaragráðu í faginu og litla kennslureynslu. Allt gekk þetta nú vel. Upplýsingar um námskeiðið verða settar inn hér síðar.

Ísland á 20. öld (2005 og 2006)

05.50.19 Ísland á 20. öld

Ég tók við kennslu þessa námskeiðs af Eggerti Þór Bernharðssyni. Námskeiðið var ætlað þeim erlendu nemum sem lögðu stund á nám í íslensku. Þótt það væri kennt á íslensku var því nauðsynlegt að stilla kröfum um lestur í hóf og nota einföld orð frekar en flókin.

Íslandssaga eftir 1815 (2007)

05.60.17 . Íslandssaga eftir 1815

Veturinn 2006-2007 var skipulagi kjarnanámskeiða í sagnfræði breytt nokkuð. Skiptingin í Íslands- og Norðurlandasögu I-IV annars vegar og Mannkynssögu I-IV hins vegar hvarf og í staðinn komu færri námskeið sem náðu þá yfir lengri tímaskeið.

Íslands- og Norðurlandasaga IV (2006)

05.60.09  Íslands- og Norðurlandasaga IV

Þetta kjarnanámskeið kenndi ég með Sigríði Matthíasdóttur vorið 2006. Í grófum dráttum skiptum við þannig með okkur verkum að ég fór yfir stjórnmála- og atvinnusögu, Sigríður félags- og kynjasögu. Gekk samstarfið mjög vel.

History of Iceland (2004 og 2005)

05.66.01. History of Iceland from the Settlement to the Present

Þetta námskeið, ætlað erlendum námsmönnum við háskólann, kenndi ég vorið 2004 ásamt Láru Magnúsardóttur og ári síðar með Sverri Jakobssyni. Námskeiðslýsingu fyrra árs má finna hér og þá seinni hér.

Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur