Skip to Content

Blaða- og tímaritsgreinar

"More Truthful History, Please", Iceland Review / Atlantica May/June 2013

Í þessari stuttu grein er vakið máls á þeirri staðreynd að margir, ekki síst málsmetandi áhrifamenn, segja Íslandssöguna eins og þeir vilja að hún eigi að vera - sameinandi saga um hetjudáðir heimamanna andspænis óblíðum náttúruöflum og jafnvel enn óblíðari útlendingum. Sitthvað má hins vegar við það að athuga, og það ætti beinlínis að vera skylda sagnfræðinga og annarra sem helga sig rannsóknum á liðinni tíð að gera það. Sagan er allt of mikilvæg til þess að valdhafarnir segi hana einir almenningi. 

""Ég vissi ekkert, ég gat ekkert." Bankahrunið á Íslandi og vægi valdhafa í þungum straumi sögunnar" (2013)

„„Ég vissi ekkert, ég gat ekkert.“ Bankahrunið á Íslandi og vægi valdhafa í þungum straumi sögunnar.“ Kristbjörn Helgi Björnsson (ritstj.),Söguþing 2012. Ráðstefnurit (Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands: Reykjavík, 2013), 1−24. 

Þessi grein er byggð á erindi um efnið sem var flutt á Söguþingi 2012. Hana má lesa í heild sinni hér. Ljósmyndin sem hér fylgir var tekin þegar ákæra Alþingis á hendur Geir H. Haarde var þingfest í Þjóðmenningarhúsinu 7. júní 2011. Í fyrirsögn blaðaúrklippunnar sem Geir heldur á kristallast vörn hans. Myndin birtist á vef Viðskiptablaðsins þennan dag.

Notkun og misnotkun sögunnar, 3. maí 2013

Ráðstefna um þjóðfélagsfræði var haldin í Háskólanum á Bifröst 3.-4. maí. Margt var þar fróðlegra fyrirlestra. Ég flutti þar erindi sem nefnist "Notkun og misnotkun sögunnar. Þorskastríðin, Icesave og ESB." Glærur við þann fyrirlestur má sjá hér.

Njósnasaga og gestaþraut (2010)

Hér er lítil grein úr Tímariti Háskólans í Reykjavík (mars 2010) um þann heimildavanda sem við er að etja þegar rannsóknir á sögu kalda stríðsins eru annars vegar. Rúmri hálfri öld eftir að skjöl voru saman vestra þykja þau enn svo háleynileg að strika verður yfir heilu og hálfu málsgreinarnar. Og ekki er nú ástandið skárra eystra heldur þvert á móti, svo sanngirni og ógnarjafnvægis kalda stríðsins sé gætt... (Myndin er af komu Eisenhowers hershöfðingja til Íslands snemma árs 1951. Við hlið hans er Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra).

Hvað ef... Íslandssagan sem gæti hafa gerst, 29. jan. 2013

Erindið var í hinni sígildu hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands. Myndina sem hér fylgir setti saman Ólafur Gunnar Guðlaugsson, sá ágæti grafíski hönnuður. Glærur sem stuðst var við má líta á hér (ekki voru þær allar sýndar, tímans vegna) en vitaskuld segja þær ekki alla söguna. Erindið var tekið upp og má nálgast upptökuna á heimasíðu Sagnfræðingafélagsins. Í kynningu á erindinu sagði svo:

Fólk hefur lengi velt því fyrir sér sem gæti hafa gerst í mannkynssögunni en gerðist ekki. Hvað hefði gerst ef Persar hefðu lagt Grikkland undir sig í fornöld? Hvað ef suðurríkin hefðu haft betur í bandarísku borgarstyrjöldinni? Hvað ef Hitler hefði fallið í fyrri heimsstyrjöldinni? Vissulega getur verið gaman að velta fyrir sér spurningum af þessu tagi en hafa þær eitthvert gildi í sagnfræði? Í erindinu verður komist að þeirri niðurstöðu að því megi hiklaust svara játandi. Hugleiðingar um það sem gæti hafa gerst hjálpa okkur til að skilja betur hvers vegna svo fór sem fór hverju sinni; hvað var nær óumflýjanlegt og hvað var eingöngu háð tilviljunum og duttlungum örlaganna. Nefnd verða nokkur dæmi úr Íslandssögunni þessu til stuðnings, allt frá þjóðveldi norrænna manna í Vesturheimi fyrir þúsund árum til þýsks hernáms í seinna stríði og bankahruns sem aldrei varð á okkar dögum.

Viðbót 8. febrúar 2013: Hér er athyglisverð viðbót við "hvað ef" hugleiðingar sem brenna á mörgum út af Icesave-deilunni.

The Jan Mayen Dispute, 24. jan. 2013

Hér að neðan má finna erindi um Jan Mayen-deiluna milli Íslands og Noregs sem komst í hámæli árin 1979-1981. Glærur sem stuðst var við má skoða hér. Erindið var flutt á ráðstefnu Arctic Frontiers verkefnisins, í Tromsö 24. jan. 2013. Erindið er aðeins stutt yfirlit en í vinnslu er ítarlegri rannsókn á þessari merku deilu sem leystist farsællega, þótt auðvitað megi deila um efni samkomulagsins - og fúlt yrði ef sú olía sem kannski aflast verður nær öll Norðmanna megin. Tíminn leiðir það í ljós. 

 

The Jan Mayen dispute between Iceland and Norway, 1979-1981.

A study in successful diplomacy?

Arctic Frontiers, Tromsø 24 January 2013, www.arcticfrontiers.com

                                                                 

In April 1980, Icelandic and Norwegian delegations met in Reykjavík, the capital of Iceland. Led by the countries’ foreign ministers, the Icelandic Ólafur Jóhannesson and Knut Frydenlund from Norway, the aim was to reach an agreement on fishing rights and continental shelf resources around the island of Jan Mayen.

The need for a settlement was clear. For two years, the opposing sides had quarrelled about capelin catches around Jan Mayen. Geological research also indicated that oil could be found on the seabed below. Who was to enjoy these resources? How were they to be divided? The issue created heated emotions in Iceland and in the Norwegian camp, Frydenlund and some officials worried that resistance to Icelandic claims might even decrease Iceland’s commitment to NATO membership and the US military presence on the island, a perennial worry in Oslo during the Cold War.[1]

Such was the scene when the negotiations began in Reykjavík. Ostensibly, Jóhannesson’s opening remarks did not give ground to optimism. Citing official statements from the late 1920s, he pointed out that Iceland had not formally recognized the incorporation of Jan Mayen into the Norwegian Kingdom in 1929. Furthermore, he indicated that historically, the island had much stronger ties with Iceland than Norway.[2]

In Iceland, it did not seem unnatural to question Norwegian sovereignty.  “Jan Mayen er íslenzk“ ‒ “Jan Mayen is Icelandic“, was a remark that had repeatedly been voiced during the dispute.[3] Still, in his opening remarks Jóhannesson was primarily playing to the gallery as Frydenlund and the Norwegian delegation had in fact anticipated.[4] The Icelandic government was not going to contest sovereignty over Jan Mayen. By mentioning the historical record, however, a bargaining position was constructed. Besides, Icelandic acceptance of Norwegian sovereignty was limited to the island of Jan Mayen itself. Once foreign minister Jóhannesson had dutifully covered the historical background, he advanced three main negotiating points.

First, Iceland’s 200-mile exclusive economic zone should not be moderated, even though Jan Mayen lay only 290 miles north of the country and the principle of a median line might conceivably be adhered to. But, as the Icelandic foreign minister stated, Jan Mayen was “small, uninhabited and without a self-sustaining economic life“. In light of the emerging international convention on the law of the sea, such an island could not be on equal footing with Iceland in matters of delimitation and division of resources in their adjacent waters.[5] Thus, law of the sea currents were flowing in Iceland’s favour.

New fishing trends had also encouraged the Icelandic authorities to act. In the mid-1970s, the Icelanders had begun to catch capelin on a large scale. In 1978, Norwegian fishermen joined in, having great success in the waters between Iceland and Jan Mayen and again the following summer. Enraged Icelandic fishermen accused their Norwegian colleagues of ruthless exploitation. It almost goes without saying that they were no angels themselves but this state of affairs led Jóhannesson to advance his second negotiating point at the Reykjavík talks in April 1980: An agreement was needed on the means to determine the total allowable catch of all types of fish in the waters off Jan Mayen outside Iceland’s 200-mile limit, with at least half of the capelin there coming to the Icelandic side.

Finally, the third point in the Icelandic negotiating position centred on a “just” division of the continental shelf between Iceland and Jan Mayen. In geological terms that “fairness” should be based on the Icelandic claim that the small island rested on a prolongation of Iceland’s continental shelf while a deep divide cut it from Norway. Thus, the Icelandic side contended that the Norwegians could only enjoy a “very limited” seabed area for Jan Mayen.[6]

In one sense the Norwegian side could be pleased. The Icelandic authorities were not advancing the idea of joint rule and utilization around Jan Mayen that they had mooted for a year or so.[7] For Norway, such a scenario was out of the question. Sovereignty was not something to be shared. Rather, it was to be protected Previously, Norwegian officials had reinforced the claim to the  island by pointing to the continuous presence of meteorologists and a small military contingent there, as well as the now well-established act of incorporation in the 1920s. In Reykjavík, however, the Norwegian delegation did not even entertain their hosts by engaging in a debate about historical claims to Jan Mayen.  Neither were they ready to accept Icelandic ideas on fisheries, having in mind that Norwegian fishermen – who of course refuted all allegations of overfishing – would never accept a solution on the lines proposed. Similarly, while the Norwegian side did not accept the Icelandic definition of the continental shelf factor, they knew where the likelihood of striking oil was greatest. It might therefore be best for Norway, as officials in the foreign ministry suggested, to offer Iceland a share in the “worthless” part of the seabed.[8]

An agreement was not reached in Reykjavík but the two parties decided to hold a second round of negotiations in Oslo. That time a solution was found. On 28 May 1980, Iceland and Norway signed a treaty on Jan Mayen. In short, the Icelanders mostly got what they wanted in fisheries terms; an acceptance of the full 200-mile limit north of Iceland, a joint commitment to set quotas on the total allowable catch of capelin around Jan Mayen and an equal share in catches there. In turn, the Icelanders accepted the establishment of a Norwegian fishery zone in those waters, which in any case benefited them since it prevented uncontrolled fishing by other nations. With regard to the continental shelf, a three-man Conciliation Commission was given the task of recommending a dividing line between Iceland and Jan Mayen.

In Norway, the relevant fishing interest groups protested the agreement.[9] Privately, Foreign Minister Frydenlund admitted that strategic concerns had played a role in the government’s reasoning since the opponents of NATO in Iceland would have benefitted from Norwegian intransigence on fish. Arguably, this was the last time that Icelandic authorities could wield the strategic location of the country to strengthen their hand in international disputes. Norway’s position had also been influenced by Barents Sea considerations, too detailed to delve into here but involving the Soviet Union. Finally, Frydenlund was certain that according to the emerging law of the sea criteria, the Norwegians could count themselves lucky to have received such a large share of the disputed are as now seemed likely.[10] It is tempting to maintain, therefore, that the Norwegians had sacrificed a few contemporary capelin for potential oil reserves. Following from that, the question arises whether the Icelanders could and should have secured a better outcome.

In fact, the agreement received a mixed blessing in Iceland. At the start of 1980, a new centre-left coalition had come to power and after the talks in Oslo one of its parties, the Socialist People’s Alliance, voiced utter displeasure with the result. And while the fishing industry agreed that an agreement was preferable to “chaos”, they complained that the Norwegian capelin share was too generous. Then again, they probably would have grumbled even if the solution had involved as little as one, two or three capelin. Protesting international concessions and compromises is the innate function of local fishing interests in the North Atlantic.

Still, the Jan Mayen dispute can conceivably be seen as a study in successful diplomacy. The authorities in Oslo and Reykjavík could claim that they reached a satisfactory solution although on both sides fishermen voiced their displeasure. But equal unhappiness can also be the sign of success in international negotiation.

As for the continental shelf, three law of the sea veterans formed the proposed Conciliation Committee, the Icelandic Hans G. Andersen, the Norwegian Jens Evensen and Elliott Richardson from the United States. Their recommendations were accepted in both Oslo and Reykjavík. In the main, the continental shelf was divided along the line between Iceland’s exclusive economic zone. An area of some 45 thousand square kilometres in size, where oil could most likely be found, was also demarcated. About one quarter of that area was inside Iceland’s part of the seabed. Iceland was to hold one quarter of the natural resources in the Norwegian part and Norway one quarter in the Icelandic part. In addition, the first phase of research in the whole area would be funded by the Norwegian side.

Was it a fair deal? It was not the “worthless”-part suggestion that could once be heard in the Norwegian foreign ministry. Some outside observers have wondered how Iceland got such a good deal. Maybe we will find out sooner rather than later whether both sides will be equally happy, or disappointed. One unfortunate outcome would involve one happy side and the other one disappointed. Time will tell.

 

 

 

 [1] See Guðni Jóhannesson, Sympathy and Self-Interest. Norway and the Anglo-Icelandic Cod Wars. Forsvarsstudier 1/2005 (Oslo: Norwegian Institute for Defence Studies, 2005). Available online at http://brage.bibsys.no/fhs/bitstream/URN:NBN:no-bibsys_brage_21161/1/FS0....

[2] National Archives, Iceland [NA]. Oslo 2011 B/206/1. Jóhannesson opening remarks, 14 April 1980. See also Sigurður Líndal (transl. by Odd Didriksen), Island og det gamle Svalbard. Islendingenes kjennskap til Jan Mayen, deres og andres ferder dit fra Island. En forelöpig redegjörelse (Reykjavík: Ministry for Foreign Affairs, 1980).

[3] E.g. „Hvað segja borgararnir um Jan Mayen?“ Alþýðublaðið 16 August 1979, Pétur Guðjónsson, „Jan Mayen er íslenzk“, Dagblaðið 1, 2 and 3 Oct. 1979, and Jónas Kristjánsson, „Jan Mayen er íslenzk“, Dagblaðið 4 March 1980 (leading article).

[4] Foreign Ministry Archives, Oslo [FMA]. Law of the sea and fishing limits committee minutes, 10 April 1980.

[5] NA. Oslo 2011 B/206/1. Jóhannesson opening remarks, 14 April 1980.

[6]NA. Oslo 2011 B/206/1. Jóhannesson opening remarks, 14 April 1980. See also NA. FRN 1989 BR/20. Hans G. Andersen, “Jan Mayen”, minute 27 July 1979.

[7] FMA. “Drøftelsene med Island om fiskeriene i områdene ved Jan Mayen”, foreign ministry minute 2 July 1979.

NA. Oslo 2011 B/205/1. Icelandic foreign ministry to Icelandic embassy, Oslo, 9 August 1979.

[8] FMA. “Forhandlingene med Island om Jan Mayen-problemene. Spørsmålet om deling av kontinentalsokkelen”, foreign ministry minute 26 April 1980.

[9] “Fullt av fiskarar i Stortinget fredag“, Sunnmørsposten 5 June 1980.

[10] FMA. “Redegjørelse for Stortingets utvidede utenrikskomité om forhandlingene med Island om Jan Mayen-problemene”, foreign ministry minute, 13 May 1980.

Þrjóskar staðreyndir um stjórnarskrána

Hér er erindi, flutt á fundi Stjórnarskrárfélagsins í Iðnó 17. okt. 2012. Þarna voru fluttar eldmessur og svo þetta "fræðilega" innlegg. Allir virtust í góðu skapi og útlendir fréttamenn voru á sveimi. Upptöku erindisins má horfa á hér.

"Síldarævintýrið mikla. Dæmisaga um íslenskar öfgar?" Erindi á málþingi á Síldarminjasafni Íslands 23. júní 2012.

Laugardaginn 23. júní var haldin árleg Jónsmessuhátíð Síldarminjasafns Íslands á Siglufirði. Hátíðin var tileinkuð 100 ára sögu fiskimjöls- og lýsisiðnaðar í landinu. Ég flutti þar erindi sem nefnist "Síldarævintýrið mikla. Dæmisaga um íslenskar öfgar?" Erindið hefur einnig verið birt í Hellunni, bæjarritinu góða nyrðra.

Auk mín fluttu á málþinginu erindi Guðmundur Óskarsson fiskifræðingur og Jón Reynir Magnússon, fyrrverandi forstjóri S.R., þess risa í síldarsögunni. Bæði voru þau fróðleg og skemmtileg. Safnstjórinn Örlygur Kristfinnsson og Aníta Elefsen, rekstrarstjóri þess (og nýútskrifaður sagnfræðingur) báru hitann og þungann af undirbúningi málþingsins. Nánari fregnir af því má sjá hér og hér. Að þingi loknu var slegið á léttari strengi og sáu um það tvíeykið frábæra Hundur í óskilum. Frábærast í þeim hluta þingsins þótti mér lag þeirra um 26. grein stjórnarskrárinnar. Ekki hef ég fundið það á youtube en læt fylgja hér slóð til eins nýjasta lags þeirra.

Síldarminjasafnið á Siglufirði er einstaklega skemmtilegt safn. Metnaðurinn sem Örlygur og hans fólk hefur lagt í safnið er til háborinnar fyrirmyndar eins og karlinn sagði. Sama má segja um bók Örlygs, Svipmyndir úr síldarbæ, þar sem margur kynlegur kvistur kemur við sögu og sagður kostur og löstur, en af næmni, skilningi og auðvitað kímni þegar við á.

Sjálfur kom ég fyrst til Siglufjarðar snemma á síðasta áratug síðustu aldar. Þetta er ekki sami staður og þá. Læt fylgja hér mynd af eldri sonunum í hinum fallega bæ Siglufirði.

"Málskot, útrás, hrun og ótti", Fréttablaðið 23. júní 2012

Hér er síðasta Fréttablaðsgrein mín um fyrri forseta og forsetakjör. Greinin vakti nokkrar umræður, t.d. í athugasemdadálki Eyjunnar. Eitt atriði í henni varð einnig umtalsefni annars staðar. Það sneri að Icesave og þessum orðum mínum um þá sorgarsögu:

Línur í Icesave-deilunni hafa ætíð markast af því hvort menn sitja í stjórn eða stjórnarandstöðu. Sjálfskipaðir sigurvegarar munu reyna að skrá söguna og eru reyndar byrjaðir á því. En þeim verður ekki kápan úr því klæðinu þegar upp er staðið. Til þess eru staðreyndirnar of skýrar.

Meðal þeirra sem töldu þetta rangt voru álitsgjafinn Egill Helgason og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Báðir bentu á andstöðu innan VG eða Samfylkingar við Icesave-samninga. Gott og vel. Hitt var mín meginhugsun að afstaða flokka hefur breyst eftir því hvort þeir hafa verið í stjórn eða stjórnarandstöðu. Að vísu hefur Samfylkingin verið í þeirri aðstöðu að hafa verið bæði í stjórn og stjórnarandstöðu frá því að Icesave-netreikningarnir byrjuðu að mala gull fyrir Landsbankann, með velþóknun stjórnvalda, og þar til þeir urðu að myllusteini um háls allra Íslendinga. Saga Icesave er samofin sögu Samfylkingarinnar frá 2007 og eitthvað inn í framtíðina. Það er saga um einstakt andvaraleysi og afglöp, eftir á að hyggja.

Svo er Vinstri hreyfingin - grænt framboð gott dæmi um enska máltækið "where you stand depends on where you sit". Í stjórnarandstöðu var foringjanum Steingrími J. Sigfússyni til dæmis tíðrætt um Iceasave-lausnir sem "ógildanlega nauðasamninga". Þegar í stjórn var komið var reynt að semja. Auðvitað voru skiptar skoðanir í röðum VG, og ekki síður Samfylkingar, en eigin efasemdir eru eitt, ákvarðanir og afstaða þegar á reynir geta verið annað. Þannig hefur Ögmundur Jónasson vissulega haft efasemdir um Icesave-samninga en greiddi þó atkvæði á þingi með þeim síðasta, í febrúar í fyrra.

Svipað má segja um Sjálfstæðisflokkinn þó að auðvitað séu hér aðeins lagðar grófar línur. Þannig hefði það verið klókast fyrir Bjarna Benediktsson, formann flokksins, að vera á móti Icesave III, og eflaust í samræmi við vilja meirihluta óbreyttra flokksmanna. Hans "ískalda mat" var þá á annan veg og má jafnvel koma til greina sem undantekning frá hinni almennu reglu um að "where you stand depends on where you sit". En horfum svo aðeins lengra til baka, til þingsályktunartillögu um lausn Icesave-deilunnar sem var samþykkt á Alþingi í des. 2008 þegar enn var við völd "hrunstjórn" Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Þá var það "mat ríkisstjórnarinnar að hagsmunum Íslands til lengri tíma litið sé best borgið með því að stjórnvöld styðji við Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta þannig að hann geti staðið straum af þeim kostnaði sem hlýst af því að ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES-reglur mæla fyrir um að því marki sem eignir viðkomandi banka standa ekki undir henni."

Þessari lausn voru Vinstri grænir alveg á móti (eða fjarverandi). Framsóknarmenn sátu hjá (eða voru fjarverandi). Einn sjálfstæðismaður var á móti, Pétur H. Blöndal, en annars voru liðsmenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar samþykkir þessu meginsjónarmiði (að vísu sumir fjarverandi). Lyktir atkvæðagreiðslunnar má sjá hér.

Vandséð er að sjálfstæðismenn muni skrifa upp á það að í dag að hagsmunum Íslands til lengri tíma sé best borgið með því að ábyrgjast evrurnar 20.887 sem lágmarkstrygging EES-reglna mælir fyrir um. Enda eru breyttir tímar. Sagan af afstöðu manna 2008 verður hins vegar ekki sögð með hliðsjón af því hvað menn töldu réttast 2011 eða 2012. Það tengist líka þeirri hugsun sem kom fram í grein minni, í næstu setningu við þá sem vitnað var til að ofan:

Sjálfskipaðir sigurvegarar munu reyna að skrá söguna og eru reyndar byrjaðir á því. En þeim verður ekki kápan úr því klæðinu þegar upp er staðið. Til þess eru staðreyndirnar of skýrar.

Auðvitað verður saga Hrunsins og Icesave aldrei sögð í eitt skipti fyrir öll, og enginn lokadómur kveðinn upp um dáðleysi eða lofsverða afstöðu einstakra manna eða flokka. Hitt er aftur á móti víst að komandi kynslóðir munu síst reiða sig á vitnisburði þátttakendanna sjálfra um rétt og rangt í sögunni. Enginn er dómari í eigin sök, ekki stjórnmálamenn og ekki forsetar - og reyndar ekki sagnfræðingar heldur ef út í það er farið. En það er önnur saga.

"Getur kona verið forseti?" Fréttablaðið 16. júní 2012

Í þessari grein er fjallað um kjör Vigdísar Finnbogadóttur og forsetatíð hennar. Fólk getur deilt um ýmis verk hennar eins og annarra en það má vera skrýtinn maður sem finnur ekki hjartahlýju hennar, ef sagnfræðingi leyfist að nota það orð.

Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur