Skip to Content

"Þorskastríð í sjónvarpi. Frásagnir, sagnfræði og (hálf)sannleikur" (2003)

„Þorskastríð í sjónvarpi. Frásagnir, sagnfræði og (hálf)sannleikur”. Saga, 41. árg., nr. 1, 2003, bls. 185-198.

Í þessari grein velti ég vöngum yfir þeim heimildum sem hægt er að nota við að segja sögu þorskastríðanna, og geri það út frá sjónvarpsþáttaröðinni Síðasti valsinn sem Margrét Jónasdóttir var höfundur að og Stöð tvö sýndi í febrúar 2000. Lokaorðin voru þessi:

Samantekt: Síðasti valsinn er vandað verk og vel unnið. Í þáttaröðinni er að finna fjörlegar og fróðlegar frásagnir sem eru mikilvægar heimildir um sögu þorskastríðanna. Eflaust hefðu margar þeirra glatast ef sögumennirnir hefðu ekki verið beðnir um að segja sögu sína í þáttunum. Sú aðferð að styðjast nær eingöngu við frásagnir söguhetjanna án þess að leggja mikið mat á þær eða bera þær saman við aðrar heimildir vekur upp spurningar um það hversu áreiðanlegar þær eru. Þessi aðferð dugir ekki heldur vel við að útskýra stjórnmálahlið þorskastríðanna og ástæður þess að Íslendingar höfðu betur í þeim öllum. Þetta breytir því ekki að frásagnirnar eru prýðileg heimild um átökin á Íslandsmiðum eins og þau eru í minningu söguhetjanna. Frásagnir þeirra Breta, sem fram koma í þáttunum, lýsa því einnig vel um hvað þorskastríðin snerust frá þeirra bæjardyrum séð.Drupal vefsíða: Emstrur