Skip to Content

Þorskastríðið sumarið 2006

Hinn 31. mars 2006 hófst dálítið "sögustríð" á Íslandi. Kom þá út sérstakur blaðauki Morgunblaðsins í tilefni þess að sumarið 2006 voru 30 ár voru liðin frá lokum síðasta þorskastríðsins. Sitt sýndist hverjum um þann kálf þar sem ég skrifaði stutta yfirlitsgrein um gang alls landhelgismálsins. Einnig flutti ég erindi á málþingi um efnið og má finna frásögn af því hér.

Út af þessu spannst ritdeila milli mín og Hreggviðs Jónssonar, sem kjörinn var á þing fyrir Borgaraflokkinn árið 1987. Deildum við um landhelgismál, þorskastríð og söguskoðun. Fyrst er hér grein mín, svo grein Hreggviðs og loks svar mitt. Þegar þetta er lesið mætti halda að ég hafi horn í síðu Hreggviðs Jónssonar. Svo er alls ekki "en það var hann sem byrjaði".

Til frekari fróðleiks vek ég líka athygli hér á grein Jóhanns Ársælssonar sem fjallar um svipað efni og er manni bæði ljúft og skylt (!) að vekja sérstaka athygli á þessum orðum Jóhanns: "Til að fá raunsanna mynd af málinu verða lesendur að lesa grein Guðna Th. Jóhannessonar sem ég vona að sem flestir hafi gert. Þar lýsir Guðni af fullri hlutlægni baráttu sem þjóðin háði af einurð undir forystu stjórnmálamanna sem þorðu að taka djarfar ákvarðanir." Loks verður einnig að geta greinar Jóns vinar míns Baldvins Hannibalssonar um "sögufölsunarfélagið". Og þá verður að hafa með svar Staksteina.

Hélt einhver að kalda stríðinu væri lokið 2006? Nú eða þá þorskastríðunum?Drupal vefsíða: Emstrur