Skip to Content

"Gests augað. Íslensk saga og samtíð í skrifum erlendra höfunda" (2012)

"Gests augað. Íslensk saga og samtíð í skrifum erlendra höfunda" Saga 50/2 (2012), bls. 129-143.

Í þessari grein er fjallað um skrif erlendra fræðimanna og blaðamanna um íslensk málefni, einkum í sambandi við þorskastríð og bankahrunið 2008. Þau eru vegin og metin og heildarniðurstaðan sú að þótt gests augað geti verið glögg hamli það mjög flestum þeirra að kunna ekki íslensku. Dytti t.d. einhverjum heiðvirðum blaðamanni eða sagnfræðingi að fjalla um sögu Bretlands eða Bandaríkjanna án þess að kunna ensku? Sá samanburður kann að vera ósanngjarn og ekki er hægt að ætlast til þess að engir nema þeir sem kunna okkar ástkæra ylhýra fjalli um okkur en fólk ætti samt margt að gera sér betur grein fyrir þeim takmörkunum sem fylgja því að þurfa að reiða sig á viðtöl og eftirheimildir á ensku eða öðrum tungumálum.Drupal vefsíða: Emstrur