Skip to Content

Lúðvíksvaka

Sunnudaginn 22. maí var Lúðvíksvaka haldin í Neskaupstað, til minningar um Lúðvík Jósepsson. Fólk kom saman í Egilsbúð og hlýddi á erindi um ævi og störf Lúðvíks, þess mikla stjórnmálamanns sem setti svo sannarlega mark sitt á sögu sinnar heimabyggðar og landsins alls á síðustu öld. Mér hlotnaðist sá heiður að fara yfir þátt Lúðvíks Jósepssonar í sögu landhelgismálsins í máli og myndum. Þótt glærurnar sem ég notaði segi aðeins hálfa söguna, ef það, læt ég þær fylgja hér, fólki til fróðleiks. Annars bendi ég einnig á bók mína, Þorskastríðin þrjú, sem er t.d. til á bókasöfnum.Drupal vefsíða: Emstrur