Skip to Content

Umsjón lokaritgerða

Ég skoða með opnum hug allar hugmyndir að BA-ritgerðum og MA-ritgerðum, einkum ef þær snúa að utanríkis- eða stjórnmálasögu Íslands, en einnig er ég spenntur fyrir söguspeki og ýmiss konar aðferðafræðilegum spurningum og þverfaglegri nálgun á fortíðina. Hér að neðan er listi yfir þær ritgerðir sem ég hef séð um, einn eða með öðrum:

Aron Örn Brynjólfsson, Þegar þjóðin eignaðist fiskinn. Fiskveiðifrumvarpið 1987: Aðdragandi, málsmeðferð og samþykkt." BA-ritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands 2013.

Björn M. Sigurjónsson, „Stjórnskipuleg staða Grænlands – heimastjórn, sjálfsstjórn og fullveldi.“ Meistaraprófsritgerð við lagadeild Háskólans í Reykjavík 2011 (ásamt Ragnhildi Helgadóttur).

Guðjón Már Sveinsson, „Glatað tækifæri: Hvers vegna mistókust samningaviðræður Íslands og Bretlands í janúarlok 1976?“ BA-ritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands 2009 (ásamt Eggerti Þór Bernharðssyni).

Magnús Már Guðmundsson, „Nýr flokkur á nýjum grunni. Aðdragandi og eftirleikur kosningasigurs Alþýðuflokksins 1978.“ BA-ritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands 2008.

Atli Rafnsson, „Loftvarnanefnd Reykjavíkur. Loftvarnir í Reykjaví og aðgerðir til loftvarna á 6. áratugnum.“ BA-ritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands 2007.

Ólafur Arnar Sveinsson, „Átökin í Grimsby og Hull. Löndunarbannið á íslenska fisk í Bretlandi 1952–56.“ BA-ritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands 2006 (ásamt Guðmundi Jónssyni).

Jóhanna Ýr Jónsdóttir, „Stríðið kemur til Eyja. Áhrif seinni heimsstyrjaldar á mannlíf og efnahag í Vestmannaeyjum.“ BA-ritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands 2006.

Guðmundur Hörður Guðmundsson, „Fiskverndarrök Íslendinga í landhelgisdeilunum: Orð og efndir.“ BA-ritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands 2005.

Eyjólfur Sigurðsson, „Í orði eða á borði. Samskipti Íslands og Eystrasaltsríkjanna árin 1918‒1975.“ BA-ritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands 1998.

Jón Lárusson, „Bræður munu berjast. Deilurnar innan Sósíalistaflokksins í kjölfar griðasáttmálans og innrásar Sovétríkjanna í Finnland.“ BA-ritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands 1998 (ásamt Þór Whitehead).

 

 

 

 



Drupal vefsíða: Emstrur